4.Flokkur A -liða. ÍSLANDSMEISTARAR
Heil og sæl.
4.Flokkur kvenna braut heldur betur blað í sögu knattspyrnudeildar FH síðastliðinn laugardag þegar flokkurinn var sá fyrsti í sögunni að verða Íslandsmeistarar í yngri flokkum kvenna utanhúss. Leikið var gegn sprækum Skagastúlkum sem slógu út Val helgina áður. Úrslitaleikurinn var á Varmárvelli í Mosfellsbæ, var hörkurimma eins og aðrar viðreignir við ÍA fyrr á tímabilinu en leikurinn fór í framlengingu og vítakeppni eins og frægt er orðið. Fyrri hálfleikur spilaðist vel hjá okkar stúlkum en þær voru frekar slappar í þeim seinni. Í framlengingunni var bara "stál í stál". Vítakeppnin sjálf var hörku spennandi, systurnar Kristín og Elísabet komu okkur tveimur mörkum yfir eftir að Birna hafði varið eitt víti og annað framhjá hjá Skagastúlkum, en í næstu tveimur vítum klikkuðum við. En Birna Berg fékk tækifærið, sem hún er víst búin að dreyma um í nokkur ár, að taka úrslitavítið. Hún klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og setti boltann stönginn inn og út brast allsvakalegur fögnuður enda biðin orðin alltof löng eftir Íslandsmeistaratitli utanhúss í kvennaknattspyrnunni í FH.Stúlkurnar er svo sannarlega vel að þessu komnar en þær hafa ekki tapað leik á árinu í ellefu manna bolta en eini leikurinn sem tapaðist í ár var einmitt gegn Skaganum í úrslitaleiknum innahúss í Mosfellsbæ í bráðarbana. En liðið var einnig Faxaflóameistari í ár eftir hörkuleik við Breiðablik og komst lengst íslenskra kvennaliða í sögunni á Gothia-Cup í Svíþjóð en þar komust þær í undanúrslit af 130 liðum og fóru á verðlaunapall. Árangurinn því vissulega einstakur og geta stúlkurnar verið stoltar af sínum afrekum í ár.
Frábær umfjöllun og myndir frá leiknum er hægt að finna á vefsíðunni fotbolti.net undir þessari slóð http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=52002
Einnig óskum við stúlkunum í 3.flokki til hamingju með frábæran árangur í sumar, Íslandsmeistarar innanhúss, Faxaflóameistarar og Bikarmeistarar. Sannarlega frábær árangur.
B-liðið í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn
B-liðið hefur í ár svo sannarlega ekki verið neinn eftirbátur A-liðsins og eru þær einnig taplausar í ár og reyndar á öllu keppnistímabilinu. Þær hafa hingað til unnið öll mót og fóru í gegnum A-riðil taplausar. Í úrslitakeppninni, þar sem þær eru í riðli með Stjörnunni, Breiðablik og HK, eru þær taplausar eftir tvo leiki. Fyrst léku þær gegn Stjörnunni á mánudag og náðu þær að landa sigri með marki Högnu "a la Ian Rush" Knúts eftir að hafa farið ansi illa með færin.
Í gær léku þær gegn Breiðablik á frjálsíþróttavellinum og úr varð hörkuleikur. Sara "Batistuta"Sigmunds kom liðinu yfir með frábæru marki á lokamínútu fyrri hálfleiks sem hafði spilast frábærlega af okkar hálfu og í raun með ólíkindum að vera ekki fleiri mörkum yfir. Blikarnir komu hins vegar sterkari til leiks í þeim seinni en Sara náði að lauma inn öðru marki og því vannst sigur 2-0. Á morgun, fimmtudag, verður leikið gegn HK í Kópavogi klukkan 17:00 og er skyldumæting hjá öllum að mæta og hvetja stúlkurnar en með sigri vinna þær Íslandsmeitararatitilinn.
Akureyrarferðin um helgina- Landsbankmót Þórs
Það verður farið snemma á föstudeginum 8:00 með Rútu frá Kaplakrika. 35 stúlkur eru búnar að skrá sig í mótið og fara báðir þjálfarar með og a.m.k tveir fararstjórar. Varðandi frí í skólum þá sendi ég lista á alla skólastjóra í fyrramálið í skóla bæjarins.
Landsbankinn býður Íslandsmeisturum í 4.flokki að senda eitt lið til leiks frítt. Þar sem við sendum þrjú lið þá munum við að sjálfsögðu deila kostnaðinum saman og því verður heildarkostnaður á mann 8500 krónur.
Lýsing á mótinu.
Dagana 14. 16. september 2007 heldur knattspyrnudeild Þórs árlegt knattspyrnumót fyrir 4. flokk karla og kvenna. Mótið er eingöngu fyrir þennan aldurshóp og dagskrá mótsins unnin með þennan aldur í huga, sannkallað fótboltapartí! Spilaður verður 11 manna bolti í A og B- liðum. Allir leikir fara fram á svæði Þórs.Leiktími verður 2 x 25 mínútur.Áætlað er að mótið hefjist uppúr hádegi föstudaginn 14. september og ljúki sunnudaginn 16. september.Að venju verður mótsgjald með því lægsta sem þekkist á svona mótum kr. 6.000 á hvern keppanda og fararstjórar og þjálfarar greiða aðeins helminginn af því gjaldi. Innifalið í mótsgjaldinu er keppnisgjald, gisting, morgunmatur laugardag og sunnudag, kvöldmatur föstudag, hádegissnarl á laugardegi, pizzuveisla á laugardegi og grill á sunnudegi, sund föstudag, laugardag og sunnudag, diskótek í einhverjum grunnskólanum á föstudegi og bíó + popp og kók á laugardegi.Nánari upplýsingar um leiki og annað slíkt hef ég því miður fengið frá Þór en aðalmarkmiðið í þessari ferð er að skemmta sér saman og enda keppnistímabilið með skemmtilegu móti.
Nánari útfærsla á ferðatilhögun kemur um leið og upplýsingar berast til okkar.
Kv. Þórarinn B.
10 comments:
Ég komst ekki á æfinguna í gær,
ég fór á landsleikinn.
Kveðja Guðný T.
hæhæ, hverjir verða farastjórar á Akureyri??
kv. Ástrós Lea
TIL HAMINGJU með Íslandsmeistaratitilinn í bæði a og b liðum
-Agnes
Hæhæ Davíð !
Mér er svo illt í maganum að ég ætla að hvíla mig í dag.
Gangi ykkur vel ;)
Kv. Valla
Davíð...
kemst því miður ekki á æfingu í dag (föstud.)
AlmaGytha
hæhæ Davíð, ég kemst ekki á æfinguna í dag.
kv Ólöf.
Davíð geturu sett inn æfingar?
Til hamingju 4.flokkur æðislegur árangur hjá ykkur;)
Kv.Iona Sjöfn
Valur 2.fl. kvenna komst í úrslitsleikinn á Gothia cup árið 2000 og KR varð í 3-4 sæti. 3. fl. Kvenna hja Val endaði í 3-4 sæti sama ár.
Post a Comment