Friday, January 06, 2006

4.Flokkur - Ný æfingartafla

Heilar og sælar stúlkur

Æfingartaflan tekur örlitlum breytingum frá og með 9.janúar. Við höldum útiæfingunni á gervigrasinu í Kaplakrika klukkan fjögur á mánudögum. Frí á þriðjudögum. Æfing í Risanum klukkan fjögur á miðvikudögum. Tvískiptar æfingar á fimmtudögum, annar hópurinn klukkan 19:00-20:00 en hinn frá 20:00 til 21:00 og svo á föstudögum í Risanum klukkan 16:00. Um helgar er svo stefnt að spila sem flesta æfingaleiki fram að Íslandsmóti.

Ástæðan fyrir því að skipta hópnum upp á fimmtudögum er sú að hópurinn er alltof stór fyrir einn tíma í Sörla og því skiptum við hópnum upp en ég mun tilkynna skiptinguna á mánudaginn.

Mánudagar: Gervigras -Kaplakriki 16:00 - 17:15
Miðvikudagar: Risinn 16:00 - 1700
Fimmtudagar: Sörli A-hópur 19-00 - 20:00, B-hópur 20:00-21:00
Föstudagar: Risinn 16:00-17.00

Kv. Þórarinn B.

1 comment:

Anonymous said...

Hæhæ
HEY stelpur sem fara á Akranes í 4! Getum við ekki tekið bara allar með okkur sunddót og farið í sund þegar við erum búnar að keppa?? kv. Ebba =D