Tuesday, January 24, 2006

4.Flokkur FH - FH Haukar Æfingarleikur á Miðvikudag 20:30-22:00

Heilar og sælar stúlkur

Haukastúlkur koma í heimsókn á morgun, miðvikudag, í Risann og ætla að spila við okkur í einn og hálfan tíma. Mæting er klukkan 8:20 í síðasta lagi og því mun hinn venjulegi æfingartími klukkan 16:00 falla niður.
Er stefnt að skipta hópnum í þrennt og spila þrjá hálftímaleiki og hafa gaman af. Allar eiga að mæta og fá allir leikmenn að spreyta sig en mismikið þó en vinsamlegast látið vita ef þið komist ekki.
Einnig minni ég á að A-liðið mun spila á KR-vellinum á laugardag gegn Val en ég mun nánar skrifa um það seinna í vikunni.

Kv. Þórarinn B. 664 5887

8 comments:

Anonymous said...

Hæhæ Tóti verður þá engin æfing?

Anonymous said...

Hæhæ þarna ég er að pæla að byrja í fótbolta þannig að ég var að pæla hvort ég ætti að mæta á leikinn á morgunn eða bara á næstu æfingu ? :D:D hehe

Anonymous said...

ég kemst ekki ! .. skal dansa rosa mikið í staðin ;D

-bjarkey :P

Anonymous said...

Sælar stúlkur

Engin æfing klukkan fjögur, einungs leikurinn um kvöldið. Ég tek það fram að allar eiga að mæta en þar sem við erum þó nokkuð fjölmennari en Haukastúlkurnar þá spila sumar stúlkur aðeins meira en aðrar, en allar fá að spila.
Sú sem er að pæla að byrja að æfa þá ertu velkomin á æfingu á fimmtudag klukkan sjö í Sörla, betra að byrja að mæta á æfingu fyrst.
Kv. Tóti

Anonymous said...

heyrðu við komumst ekki a morgun:( mætum bara a æfingu a fimmtudaginn;)

-Marta og Vala:)

Anonymous said...

ég er samt ekki vissi hvort eg kem eða ekki Tóti:S

kv. marta

Anonymous said...

Hvernig eru liðin tóti?

Anonymous said...

kemmst ekki á æfingu í kvöld (fimmtudaginn) :(
kv.vala:/
mæti á föstudaginn:)