Sunday, January 08, 2006

4. fl. Sigruðu riðilinn á Skaganum

Stelpurnar í 4. fl. héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu riðilinn sinn í dag á Skaganum með fullu húsi á ísl. mótinu innanhúss.

FH-Valur 1-0
Stelpurnar mættu einbeittar í fyrsta leik gegn sterku liði valsmanna. Sigrún Ella skoraði í fyrri hálfleik með góðu skoti utan af velli og reyndist það vera sigurmarkið.

FH-ÍA 2-0
Fyrir ÍA leikinn vissu stelpurnar að þar væri þýðingarmesti leikur riðilssins og sigur yrði að vinnast. Sigrún Ella hélt uppteknum hætti og skoraði í fyrri hálfleik með góðu skoti líkt og í valsleiknum. Í síðarri hálfleik komst sterkt lið skagamann betur inn í leikinn og sóttu stíft. Það kom þó ekki að sök því Alma Gytha bætti marki við eftir gott einstaklingsframtak.

FH-Leiknir R. 4-1
Fyrir Leiknis-leikinn vissu stelpurnar að þeim dygði jafntefli til sigurs í riðlinum en þær létu það ekki á sig fá og í hálfleik voru þær búnar skora 3 mörk. Þar voru að verki þær Sigmundína Sara með 2 og Sigrún Ella 1. Í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn og bæði lið skoruðu 1 mark hvort. Fyrir FH skoraði Þórdís Sigfúsdóttir.

Frábær frammistað hjá Tóta þjálfara og stelpunum sem allar spiluðu og allar stóðu sig vel.

Framundan eru svo úrslitin þann 18. feb. og vil ég hvetja alla FH-inga sem vettlingi geta valdið að mæta og styðja stelpurnar. 4. fl. kv. er skemmtilegur hópur með gott fótboltalið.

kv. Davíð þjálfari.

5 comments:

Anonymous said...

Davíð
Kemmst ekki á æfingu mánudaginn 9.janúar.
kveðja ingibjörg 3.fl

Anonymous said...

Kemst ekki á æfingu í dag, mánudag, kv. Arna Bergrún

Anonymous said...

kemst ekki á æfingu 9 janúar
:S en kem á 11;)
vala

Anonymous said...

Við komumst því miður ekki á æfingu í dag, mánudag. Mætum á miðvikudaginn

- Þórunn og Klara 3. flokki

Anonymous said...

Stelpur þið eruð alveg frábærar ... til hamingju með allt .. ykkur tekst hið ótrúlega enda með gríðarlega öflugt lið ;)