Síðastliðin sunnudag fór fram Ísl. mótið innanhúss B-riðli í Víkinni. Stelpurnar í 3. fl. voru í þeim riðli ásamt sameiginlegu liði Grindavíkur,Reynir og Víðir, Stjörnunni og Víking R.
Það er skemmst frá því að segja að 2 sannfærandi sigrar gegn Stjörnunni og Víking R. dugði ekki til áframhaldandi keppni. Tap gegn sterku lið GRV kostaðið stelpurnar sæti í úrslitum. Stelpurnar spiluðu góðan fótbolta og börðust til síðasta blóðdropa.
Markaskorar voru: Linda Björgvins, Halla Marínósdóttir og Valgerður Björnsdóttir.
Lokastaða í riðlinum:
GRV
FH
Víkingur R
Stjarnan
Stelpurnar óska GRV góðs gengis í úrslitunum og ætla sér að mæta tvíefldar í keppni að ári og hefna ófaranna.
kv. Davíð Þjálfari
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment