Heilar og sælar stúlkur!
Á morgun er síðasta æfing fyrir jól og er hún í Risanum klukkan klukkan 14:00. Þar er stefnan að halda lítið jólamót og auðvitað eru verðlaun í boði sem skemmtinefndin mun hafa umsjón um í samráði við þjálfara.
Eftir æfinguna er síðan stefnt á að hópurinn fari saman í bíó en stúlkurnar geta farið í sturtu í íþrótthúsinu og haft fatarskipti áður en lagt er af stað. Stefnan er sú að hópurinn taki saman strætó til Reykjarvíkur og fari síðan í fimmbíó(væntanlega er viðkomustaðurinn Háskólabíó) en síðan er foreldrum frjálst að ná í stúlkurnar eftir myndina, um sjöleytið.
Æskilegt er því að stúlkurnar taki með sér pening fyrir strætóferð,bíómiða og eitthvað að maula yfir myndinni.
Nánari upplýsingar munu liggja fyrir seinna í dag.
Kv. Þórarinn B. Þórarinsson 664 5887
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment