Tuesday, December 06, 2005

4.Flokkur - Haustfaxaflóamót Riðlakeppni lokið

Heilar og sælar stúlkur!

Síðasti leikurinn í B-riðli fór fram í gær á snæviþöktum gervigrasvellinum þegar Selfoss kom í heimsókn og spilaði við FH2. Selfoss sigraði leikinn 9-2. Þórdís Sigfúsdóttir og Sara Sigmundsdótir skoruðu mörk FH2.
FH2 hafa því lokið sínu leikjum í B-riðli en þær stóðu sig með mikilli prýði. Hafa ber í huga að í síðustu tveimur leikjum, gegn liði Selfoss og Álftanes, voru stúlkunar að keppa gegn A-liðum en í riðlinum náðu þær að sigra b-lið Stjörnunnar og GRV en lutu í lægra haldi gegn b-liði ÍA.
24 leikmenn hafa leikið þessa leiki fyrir FH2 og eru margar að stíga sín fyrstu spor á stórum velli en þær hafa staðið sig með mjög vel og eru sífellt að læra nýja hluti inn á vellinum.

Þar sem Selfoss vann í gær þá unnu þær B-riðilinn og munu því keppa við FH1 úrslitaleik í haustfaxaflóamótinu. Stefnt er að því að sá leikur fari fram nú fyrir jól og er litið til helgarinnar 16-18 desember en dagsetningin kemur væntanlega í ljós í enda vikunnar.

Kv. Þórarinn B. Þórarinsson 664 5887

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ er nokkuð aerobic í kvöld ??

Anonymous said...

Hæ er aerobic ?