Tuesday, December 20, 2005

4.Flokkur. Bíóferð - Uppfært

Heilar og sælar stúlkur!

Við tókum þá ákvörðun á æfingu í dag að fara á ævintýramyndina King Kong. Við förum á fimm-sýninguna í Háskólabíói, en myndin er hátt í þrjá tíma þannig að hægt er að sækja stúlkurnar um átta-leytið.
Þar sem stúlkurnar fara með strætó til höfuðborgarinnar þá þurfa stúlkurnar að hafa pening fyrir strætóferð, bíómiða og kannski fyrir einhverju að maula með í bíósalnum.

Einnig minni ég á að æfingin hefst klukkan 14:00 og hafa stúlkurnar aðstöðu til að fara í sturtu í íþróttahúsinu áður en lagt verður af stað til Reykjavíkur.

Kv. Þórarinn B. Þórarinsson 664 5887

8 comments:

Anonymous said...

hææ hææ en verður þetta þá 2 tíma æfing..?
Kv.Unaa

Anonymous said...

NEI ÉG ER GJÖRSAMLEGA Á MÓTI ÞVÍ AÐ ÞIÐ FARIÐ Á KING KONG HÚN EFR BÖNNUÐ OG DÓTTIR MÍN ER VOÐALEGA TILFININGASÖM!!!!!!!!!!!! MÉR MYNDI LÍÐA MUN BETUR EF ÞIÐ FÆRUÐ Á EINHVERJA AÐRA MYND!!!

kV MÓÐIR DÓTTUR Í 4.FLOKKI

P.S ÉG MÁ EKKI SEGJA HVAÐ ÉG HEITI VEGNA ÞESS AÐ ANNARS MUN DÓTTIR MÍN SKAMMAST SÍN.

Anonymous said...

En ætlum við að fá okkur eitthvað að borða???:S útaf því við verðum í 6 tíma...á æfingu og&biói?:S
kv.Kristín

Anonymous said...

EN það er ekki 5 sýning á King Kong???

Anonymous said...

eða jú það er djók..

Anonymous said...

Hæhæ
Tóti það varð smá miskilningur.. Ég komst ekki á þriðjudaginn því ég var að spila á tónleikum og svo í dag komst ég ekki því ég var að passa og svo fór ég á jólahlaðborð en ég lofa að reyna að mæta á allar æfingar á milli jóla og nýárs:D

Kv. Ebba K

Anonymous said...

Hæhæ
Hæ tóti ég komst ekki á æfingu á þriðjudaginn því að ég var að spila á tónleikum og svo í dag hefði ég allveg getað komið en það lét mig enginn vita:( og tölvan mín er biluð(ég er núna í tölvunni hjá bróður mínum) svo ég gat ekki kitk hvenær hún var þannig að ég reyni að koma á allar æfingar milli jóla og nýárs..!
kv ebba..

Anonymous said...

ÞARNA SORRY MEÐ ÞETTA ÁFALL DÓTTIR MÍN FÓR Í BÍÓ MEÐ YKKUR OG FANNST ÞESSI MYND BARA FÍN ÞANNIG SORRY

KV MÓÐIR EINNAR DÓTTUR Í 4.FLOKKI KVK