Monday, November 07, 2005

4. fl. Góðir Sigrar á ÍA og GRV

Stelpurnar bættu við sig 3 góðum sigrum í haustfaxanum um helgina. Þær léku við ÍA á laugardaginn og GRV í kvöld við sérstakar aðstæður þar sem völlurinn var bókstaflega á floti. En okkar stelpur létu það ekki á sig fá, tróðu sér í vaðstígvélin og óðu út á völlinn.

FH1 - ÍA1 7-1 (mörkin skoruðu: Sigrún Ella 3, Þórdís Sigfúsdóttir 1, Maggý Lárentsínusdóttir 1, Sigmundína Sara 1 og Alma Gytha 1)

FH2 - ÍA2 2-5 (mörkin skoraði Marta Grétarsdóttir)

FH1 - GRV1 5-0 (mörkin skoruðu: Sigrún Ella 3, Kristín Guðmundsdóttir 1 og Þórdís Sigfúsdóttir 1)

FH2 - GRV2 2-1 (mörkin skoruðu: Sara Sigmundsdóttir og Sara Pálsdóttir)

!!!!!!! Frábær byrjun stelpur þetta er eitthvað til að byggja á.

kv. Davíð.

1 comment:

Anonymous said...

verð að segja að það má ekki gleyma að Jenný skoraði fyrir GRV :P