3. og 4. fl. kv. spiluðu fyrstu leiki sína í Faxanum um helgina. 4. fl. fengu nágranna sína úr Stjörnunni í heimsókn og unnu sannfærandi 6-0 (1-0) með mörkum frá: Sigrúnu Ellu 3, Þórdísi 2 og Söru 1. 3. fl. fór hinsvegar til Eyrarbakka og léku á grasi við Selfyssinga. Sá leikur var öllu jafnir en lauk með sigri okkar kvenna 5-4 (0-3) í skemmtilegum og spennandi leik. Mörkin skoruðu: Linda 3, Halla 1 og Hlín 1.
FH-ingar eiga aldrei að sætta sig við annað en sigur og það er ljóst að stelpurnar okkar ætla að tileinka sér það hugarfar.
Takk fyrir skemmtilega helgi og góða frammistöðu.
kv. Davíð þjálfari.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment