Thursday, February 03, 2005

4.fl. FH-Haukar æfingaleikur (3-3) 5-2

Stelpurnar í 4. fl. spiluðu æfingaleik í gær við nágranna sína í Haukum og unnu 5-2.

Það er engin spurning í mínum huga að við erum með betra lið en Haukarnir í dag.

Hvað eftir annað splundruðum við Haukavörninni og fengum hvert færið að fætur öðru sérstaklega í fyrri hálfleik. En nýtingin var ekki nógu góð og því skoruðum við einungis 3 mörk í fyrri hálfleik og 2 í þeim síðari. Úr því þarf að bæta fyrir næsta 11 manna leik. Þá er það einnig áhyggjuefni að við skyldum fá á okkur 3 mörk en það er of mikið fyrir lið sem ætlar sér að vera í toppbaráttunni í sumar.

En þegar öllu er á botninn hvolft þá spiluðum við á öllum okkar leikmönnum og unnum leikinn sannfærandi. Það sýnir mér hve mikið býr í þessum hóp og hve margir leikmenn eru tilbúnir í fyrir alvöru fótbolta á alvöru velli.

Vel gert stelpur!!!

kv. Davíð þjálfari.

No comments: