Já þá er þessum heimskaukaleik lokið með sanngjörnum sigri Aftureldingar. Segja má andstæðingarnir hafi gert út um leikinn á fyrstu 5 mín. en þá voru þær búnar að skora 2 mörk. Þær fylgdu því svo eftir með marki síðar í hálfleiknum og aftur undir lok síðari hálfleiks.
Við komumst seint inn í þennan leik og þó við höfum skapað okkur færi þá þá nýttum við þau ekki. Við náðum ekki að spila fótbolta eins og við getum svo vel gert og við byrjuðum seint að berjast. Þegar þetta helst í hendur þá er ekki von á góðu og við fengum að finna það í dag.
Stelpur! Það er umhugsunarefni fyrir okkur hversu slæm mæting á æfingar hefur verið undanfarna mánuði. Það er ekki gott að einungis 9 mæti á æfingu daginn fyrir leik. Það vakna líka spurningar hjá mér hvar liggi metnaðurinn og hver sé forgangsröðin hjá stórum hópi leikmanna. En eitt get ég sagt ykkur að ef ástundun og metnaður er ekki 100% þá getum við ekki gert kröfu um sigra. Ekki gert kröfu um árangur.
Hafið þetta til umhugsunar!
kv. Davíð Þjálfari.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment