Stjarnan-FH 2-3
FH stúlku unnu sigur á Stjörnunni seinnipartinn í dag. Leikið var við heimsskauta-aðstæður á gervigrasinu í Garðarbæ. -8 gráður og ís á vellinum.
Leikurinn fór vel af stað og FH-ingar komu upp góðri pressu sem skilaði marki þegar um 20 mín voru liðnar af leiknum og var þar að verki Halla sem lék á hægri kantinum hluta af leiknum. Því var svo fylgt eftir með mörkum frá Lindu og Sigmundínu sem að voru saman á framlínunni.
Undir lok fyrri hálfleiks slökuðu FH-ingar aðeins á, hleyptu Stjörnunni fram á völlinn og notfærðu Garðbæingar sér og skoruðu eitt mark rétt fyrir hálfleik s.s. vænleg staði í hálfleik!
Þrátt fyrir varnaðarorð Davíðs þjálfara í leikhlé þá tókst FH-stúlkum aldrei að ná þeim tökum sem þær höfðu í fyrri hálfleik í þeim síðari. Stjörnumenn spiluðu sig vel inn í leikinn og voru óheppnar nýta ekki sín færi betur, þær skoruðu þó eitt mark.
Það er áhyggjuefni fyrir okkur FHinga hversu oft við komum okkur í góða stöðu, komumst 2-3 mörkum yfir, en missum það niður í mikla baráttu um sigurinn í stað þess að njóta þess að vera í góðri stöðu og bæta við og sigra sannfærandi. Það er líkt og við teljum okkur vera búnar að klára leiki þegar við erum komnar 2 til 3 mörkum yfir.
En það er eitt sem við meigum aldrei gleyma og það er að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar og að við fáum ekkert gefins.
Það er þó erfitt fyrir þjálfara að finna að leik sinna manna þegar sigur vinnst og fyrri hálfleikurinn í dag er eitt það besta sem að sést hefur til ykkar. Boltinn gekk vel á manna á milli, sérstaklega í framlínunni, góð hreyfing var á framlínunni sem að skapaði fjölda stungusendinga og færa.
Að öðrum ólöstuðum var Linda maður leiksins, gríðarlega dugleg og útsjónarsöm og skapaði sjálfri sér og öðrum fjölda marktækifæra auk þess að skora 1 mark. Þá voru Valla og Dagný góðar á miðjunni, sérstaklega í fyrri hálfleik.
Takk fyrir daginn í dag.
kv. Davíð þjálfari.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já takk sömuleiðis..!;)
Stemmari að vinna þennan leik..!;) Gaman að spila líka á sona fínum velli..miðað við veður..:-/
vil ég minna enn og aftur á síðuna
www.blog.central.is/fh_ludar
leikmanna myndirnar eru að fara að koma..það varð smá technical problems sem við munum laga bráðum..;)
allir að tjékka á því
kv.Dagný:=)
Post a Comment