Breiðablik - FH 1-1
FH-stelpur í 3. fl. gerðu jafntefli við Blikastelpur í kvöld sun. 9. jan! Mark FH gerði stormsenterinn Linda Björgvins undir lok fyrri hálfleiks en Blikar jöfnuðu í þeim síðari. Leikurinn var í járnum og bæði lið gerðu tilkall sigurs. Má segja að það hafi komið niður á gæðum leiksins því lítið var um spil og því meira af tilgangslausum "kílingur" sem að ekki rötuðu rétta leið. Þetta var baráttu leikur og verður að segja það FH-stelpum til hróss að þær börðust allan tímann og lögðu sig mikið fram. FH-ingar hafa ágætis liðsheild sem sýndi sig best í því að Davíð Þjálfari skipti nær öllu byrjunarliðinu útaf í hálfleik og hafði það lítil áhrif á leikinn. Sterk liðsheild og breiður hópur leikmanna sem standa saman er undirstaða allra góðra liða.
Maður leiksins var Agnes markmaður sem oft á tíðum varði meistaralega. Þegar Agnes er í þessum ham gefur það liðinu sjálfstraust sem er mikilvægt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment