Friday, January 27, 2006

4.Flokkur. FH-Valur á laugardag og mánudag

Heilar og sælar

Hlíðarendastúlkur koma í heimsókn í Krikann á laugardaginn og einnig á mánudag.

A-liðið spilar á morgun klukkan 14:00 á gervigrasinu, mæting 13:20, og síðan mun B-liðið spila á mánudaginn klukkan 18:30,mæting 17:50, einnig á gervigrasinu en liðin verða tilkynnt á föstudagsæfingunni.

Í upphafi átti leikurinn að fara fram á gervigrasinu í Frostaskjóli en verið er að laga völlinn um þessar mundir og því buðum við þeim að koma í heimsókn en þess má geta að æfingarleikir gegn Fjölni og Breiðabliki eru á döfinni í febrúar.

Haukastúlkur komu í heimsókn á miðvikudagskvöldið í Risann. Þrjátíu og fimm stúlkur fengu að spreyta sig og var ég mjög sáttur hvernig til tókst en með hækkandi sól munu Haukastúlkur bjóða okkur upp á Ásvelli og þar munum við etja við þær kappi á stórum velli.
Þær stúlkur sem voru á skotskónum voru eftirtaldar: Sigmundína, Þórdís 3, Sigrún2, Alma, Marta, Kristín, Jenný og Dagný.

Kv. Þórarinn B. 664 5887

1 comment:

Anonymous said...

Hæ, hvernig eru liðin á móti Val ?