Í kvöld fór fram æfingaleikur á Ásvöllum við Hauka. Það er skemmst frá því að segja að FH-stelpurnar unnum sannfærandi sigur. Staðan í hálfleik var 2-0 eftir fínt mark frá Lindu og vítaspyrnu frá Guðrúnu en skömmu áður hafði hún komist ein í gegnum vörn Hauka en var tekin illa niður. Í síðarri hálflei bættu svo Guðrún og Linda við tveimur mörkum.
Aðstæður á Ásvöllum voru ágætar en vindur var samt full mikill. Það má víst búast við öllu á þessum árstíma. En stelpurnar einbeittu sér að því að halda boltanum niðri, voru hreyfanlegar og sendu ákveðnar stuttar sendingar. það skilaði sér og þegar líða tók á leikinn tókum við völdin á vellinum.
Mark Hauka kom eftir misskilning í vörninni. Holl áminning um að aldrei má gleyma sér og hversu mikilvægt er að leikmenn tali saman.
Góð byrjun og eitthvað til að byggja á fyrir leikinn við Blika á sunnud.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Til hamingju FH stelpur en ég mundi passa ykkur næst þegar við keppum við ykkur við munum rústa ykkur!!!!!
Post a Comment